01/20/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/20/2026 11:21
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda áform um lagafrumvarp sem kveður á um kolefnisjöfnunarkerfi á landamærum , svonefnt CBAM kerfi (e. Carbon Border Adjustment Mechanism).
Frumvarpið sem áform eru nú kynnt fyrir er ætlað að verða mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnisleka og fylgja eftir þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma með því stigu við loftslagsbreytingum. Aðlögunarkerfið nær yfir innflutning inn á tollasvæði Evrópusambandsins á vörum með hátt kolefnisfótspor sem einnig eru á kolefnislekalista ESB; ál, stál og járn, sement, vetni, rafmagn og áburð. Markmiðið með kerfinu er að efla samkeppnishæfni vara sem bera lágt kolefnisfótspor, en það á m.a. við um vörur sem framleiddar eru af starfsemi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS-kerfið). Virkni kerfisins er á þann veg að innflutningsaðilar sem flytja inn 50 tonn eða meira af CBAM-skyldum vörum sækja um stöðu CBAM tilkynnenda til lögbærs stjórnvalds. Viðskipti fara fram með CBAM vottorðum þar sem hvert vottorð samræmist einu tonni af koldíoxíði. Verðið endurspeglast á meðalverði ETS-eininga á undangenginni viku hverju sinni.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu reglugerðar (ESB) 2023/956 í landsrétt.
Athygli er vakin á því að umsagnarfrestur vegna áformanna er til 27. janúar nk.
Áform um frumvarp til laga um aðlögunarkerfi við landamæri vegna kolefnis (EES-innleiðing, CBAM)