01/17/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/17/2026 06:19
Samkomulag hefur orðið milli félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, með staðfestingu forsætisráðuneytisins, að Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, fari með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á stjórnarmálefninu mun þó enn liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu hjúkrunarheimila og náðist góður árangur í málaflokknum á síðasta ári. Um átaksverkefni er að ræða og eru þessar breytingar liður í því að fylgja eftir áframhaldandi uppbyggingu á kjörtímabilinu.