Prime Minister's Office of Iceland

01/17/2026 | Press release | Distributed by Public on 01/17/2026 06:19

Breyting á forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra

Samkomulag hefur orðið milli félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, með staðfestingu forsætisráðuneytisins, að Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, fari með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á stjórnarmálefninu mun þó enn liggja hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

  • Málaflokkurinn er enn í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en Inga Sæland fer fyrir honum.
  • Forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður ekki breytt því málaflokkurinn flyst ekki milli ráðuneyta.
  • Forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra hefur verið breytt og breytingin verið birt í Stjórnartíðindum.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu hjúkrunarheimila og náðist góður árangur í málaflokknum á síðasta ári. Um átaksverkefni er að ræða og eru þessar breytingar liður í því að fylgja eftir áframhaldandi uppbyggingu á kjörtímabilinu.

Prime Minister's Office of Iceland published this content on January 17, 2026, and is solely responsible for the information contained herein. Distributed via Public Technologies (PUBT), unedited and unaltered, on January 17, 2026 at 12:20 UTC. If you believe the information included in the content is inaccurate or outdated and requires editing or removal, please contact us at [email protected]